VEISLU- OG FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA HJÁ HAPP

FYRIR FYRIRTÆKIN

Starfsmenn sem borða hollan og næringaríkan mat og hreyfa sig reglulega eru afkastameiri í vinnu og eru sjaldnar veikir. Pantaðu hollan hádegismat hjá okkur og við sendum þér hann um hæl. Mörg fyrirtæki eru í fastri mataráskrift hjá okkur og fá mat sendan daglega eða ákveðna daga í viku. Önnur panta þegar starfsmenn gera sér dagamun. Matarpöntun sem á að keyra út þarf að berast fyrir kl. 9.30 á pöntunardegi.

*Áskriftarverð á máltíðum er 1.990 kr
*Sendingarkostnaður er 2500 kr sendingin.
*Við sendum frítt á staðinn á póstnúmer 101-108 ef pantaðir eru fleiri en 10 skammtar.

FYRIR VEISLURNAR

Hollur matur getur verið bæði fallegur og spennandi. Við vinnum veislumatseðilinn með þér og sníðum að þínum þörfum. Okkar framlag til þinnar veislu er glæsilegur matur sem er bæði bragðgóður og hollur. Brúðkaup, opnanir, afmæli, fundir og aðrar veislur.