Góð leið til þess að lífga upp á gráan hafra­grautinn. Bláberjablandan ­geymist lengi í ísskáp. Það er einnig gott að borða hana eina og sér með grískri jógúrt og ferskum ávöxtum  eða berjum.

HAFRAGRAUTUR

· 8 dl vatn
· sjávarsalt á hnífsoddi
· 4 dl grófir hafrar

1. Setjið vatn og salt í pott og látið suðuna koma upp.

2. Hellið höfrunum saman við smátt og smátt. Hrærið í á meðan. Þegar suðan kemur upp, lækkið hitann og látið malla í örfáar mínútur.

3. Berið fram með bláberjablöndu og ef vill ristuðum möndluflögum eða valhnetum, ab-mjólk eða grískri jógúrt.

 

BLÁBERJABLANDA

· 3 ½ dl frosin bláber
· 1 tsk appelsínusafi
· 1 tsk appelsínubörkur, fínrifinn
· 1 tsk hlynsíróp eða hunang
· ¼ tsk engifer, fínrifið

1. Setjið öll hráefnin í pott. Hafið á meðalhita.

2. Hitið og hrærið í af og til þar til blandan þykknar.