Happology

SPEKIN

Happ hefur það að leiðarljósi að stuðla að auknu heilbrigði. Hver og einn getur lagt sína merkingu í orðið heilbrigði en fyrir okkur þýðir það allt sem stuðlar að auknum lífsgæðum, orku og ánægju. Hollur matur úr hreinu hráefni. Alvöru matur, gerður frá grunni í eldhúsi okkar án aukaefna, bragð- og litarefna. Listaverk úr náttúrunni sem gleður augað jafnt sem bragðlaukana. Góðar stundir með góðum vinum. Gleði og hlátrasköll. Hreyfing. Líkamleg áreynsla. Að yfirstíga hindranir. Hugarró og friður.  Samkennd og snerting.  Ást og kærleikur. Allt þetta er heilbrigði. Allt þetta er Happ.

Sólblómafræin og omega 3

Margir er knár þótt hann sé smár!
Sólblómafræ eru andoxunarefnabombur með omega fitusýrur í fararbroddi sem toppa svo næringu sína með járni og fólinsýru, Það eru góðar fréttir fyrir okkur öll, en sérstaklega fyrir konur.

Lárpera fyrir liðina og hjartað

Hér leika amínósýrur aðalhlutverkið en þær bæta liðina og taldar vinna gegn Parkinson og krabbameinum. Dásamlegar fitusýrur og E og K vítamín undirstrika svo að lárperan er mikilvæg forvörn fyrir hjartað. Hjartað í fyrsta sæti! Lárpera fyrir hjartað og framtíðina! Happ happ húrra!

Tómatar gegn krabbameini

Pant efla ónæmiskerfið og beinin!

Tómatar eru hlaðnir A og C vítamíni, kalki og lykópeni sem getur dregið úr líkum á krabbameini. Svo er ekki dónalegt að tómatar eru ríkir af trefjum og geta virkað einkar losandi.

Agúrka, náttúrulegt vítamínvatn

Var einhver að tala um vítamínvatn?

Agúrka er hið náttúrulega vítamínvatn, án allra aukaefna. Hún er 96% vatn með A, B og C vítamínum, kalki og járni og á hitaeiningaútsöluverði.

Engifer, mögnuð lækningajurt

Aldrei of mikið af engiferi, því engifer er ein af þessum frægu lækningarjurtum sem hreinsar hvaða kverkaskít sem er og minnkar líkur á að þú leggist í bælið. Haltu áfram að muna eftir engiferinu í lífi þínu!

UPPSKRIFTIR

Happbrauð

Ekkert er betra en ilmurinn af nýbökuðu brauði. Nema það sé happbrauð.

Gleðisafi

Sætur safi með smá biti. Uppskrift fyrir 2.

Hulk

Hann er grænn og kraftmikill jötundrykkur. Uppskrift fyrir 2

Sólskinssafi

Líklegaur til að fylla á orkubirgðirnar og veita þér sólskinsbros á vör. Uppskrift fyrir 2

Morgungrautur með bláberjablöndu

Góð leið til þess að lífga upp á gráan hafra­grautinn. Bláberjablandan ­geymist lengi í ísskáp. Það er einnig gott að borða hana eina og sér með grískri jógúrt og ferskum ávöxtum eða berjum.

Berjaparfait með hindberjarjóma

Morgunmatur í dulargervi. Þessi réttur ætti í raun að vera eftirréttur og stórsniðugt að bera hann fram sem slíkan. Fallegur og litríkur morgunverður sem flokkast sem hráfæði.

Epla-, engifer- og hnetugrautur

Uppskrift sem varð til á Stýrimannastígnum. Okkur langaði að útbúa ljúffengan morgunmat fyrir viðskiptavini okkar sem vildu einungis hráfæði og þá varð þessi öðlingur til. Grauturinn er svo góður að hann gæti hæglega flokkast sem eftirréttur.

Happ ehf. | Höfðatorgi, 105 Reykjavík | happ@happ.is | sími: 414-3060

Opnunartímar: mán - fös 8-16