Ekkert er betra en ilmurinn af nýbökuðu brauði. Nema það sé happbrauð.

UPPSKRIFT

7 1/2 dl heilhveiti
3 1/2 dl musli að eigin vali.
2 1/2 dl sólblómafræ
2 1/2 dl blönduð fræ að eigin vali, s.s. graskersfræ, sesam- eða hörfræ.
2 1/2 dl rúsínur, þurrkuð bláber eða þurrkuð trönuber, saxað.
1 msk lyftiduft
1 tsk sjávarsalt
2 dl vatn
7 dl ab mjólk

AÐFERÐ

1. Stillið ofninn í 200 gráður.
2. Blandið öllum þurrefnum í skál
3. Setjið vatn og ab-mjólk saman við. Hrærið varlega.
4. Látið deigið í smurt formkökuform eða klæðið formið með smjörpappír og bakið í u.þ.b. klukkustund.