Uppskrift sem varð til á Stýrimannastígnum. Okkur langaði að útbúa ljúffengan morgunmat fyrir viðskiptavini okkar sem vildu einungis hráfæði og þá varð þessi öðlingur til. Grauturinn er svo góður að hann gæti hæglega flokkast sem eftirréttur. Það er ekkert að því að skipta út kanilnum í uppskriftinni og nota í staðinn vanillu eða kardimommur.

 

HNETUGRAUTUR

· 2 cm bútur af engifer, fínrifið
· 4 græn epli,  fínsöxuð
· 1 sellerístöngull, fínt saxaður
· 1-2 tvær handfyllir möndlur, brasilíuhnetur eða macademia-hnetur, hakkaðar
· sjávarsalt á hnífsoddi
· kanill, eftir smekk
· hlynsíróp eða  hunang, eftir smekk

1. Blandið fyrstu fjórum hráefnunum saman.

2. Smakkið til með salti, kanil og sætuefni, ef þurfa þykir.

 

VALHNETURJÓMI

· 3 dl valhnetur, lagðar í bleyti  í a.m.k. 2 tíma  (má sleppa að  leggja í bleyti)
· 1 ¼ dl appelsínusafi
· 5 döðlur, saxaðar
· sjávarsalt á hnífsoddi

1. Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið flauelsmjúkt. Bætið appelsínusafa út í ef þurfa þykir.