Uppskrift fyrir 2.

1 dl vatn
1 pk. cordyceps þurrkaðir sveppir (má sleppa)
1 handfylli grænkál
1 handfylli eikarlauf
1 msk hreint kakóduft
1 msk kókosolía
1 dl frosin bláber
kakónibbur, dökkt gæðasúkkulaði eða kókos, eftir smekk.

1. Setjið allt hráefni nema bláberin í blandara og maukið.
2. Hellið síðan frosnum bláberjum út í og blandið vel.
3. Hellið í glas og sáldrið uppáhaldshnetunum ykkar yfir drykkinn, hráum kakónibbum, fínt skornu dökku súkkulaði eða kókos og njótið.