Morgunmatur í dulargervi. Þessi réttur ætti í raun að vera eftirréttur og stórsniðugt að bera hann fram sem slíkan. Fallegur og litríkur morgunverður sem flokkast sem hráfæði. Rétturinn varð til á köldum og dimmum janúarmorgni í Stykkishólmi. Þá þótti okkur skemmtilegt hversu ásýnd hans og bragð var mikil andhverfa veraldarinnar sem blasti við fyrir utan gluggann.

BERJAPARFAIT

· 6 dl blönduð ber, t.d. bláber, jarðarber, vínber, hindber eða brómber
· 2 dl möndlur,  hakkaðar
· sjávarsalt á  hnífsoddi
· valhnetur, muldar til skrauts

1. Hrærið saman í skál berjum og möndlum og saltið.

2. Raðið berjablöndunni og hindberja-rjómanum til skiptis í lögum í glös.

3. Skreytið ef vill, með muldum valhnetum.
HINDBERJARJÓMI

· 1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 1-2 tíma (má sleppa að leggja í bleyti)
· 2 dl frosin hindber
· örlítið vatn
· sjávarsalt á hnífsoddi
· hlynsíróp, eftir smekk (má sleppa)

1. Setjið fyrstu fjögur hráefnin saman í blandara og maukið flauelsmjúkt.  Smakkið til með hlynsírópi, ef þurfa þykir.