Lokað er fyrir allar pantanir.

HAPP

Að baki Happ eldhúsinu liggur sú hugmynd að matur eigi að vera hollur og næringarríkur. Hann á að vera einfaldur en samt bragðgóður. Maturinn á að vera fallegur, litríkur og lifandi. Hann skal vera nærandi bæði fyrir sál og líkama og án stæla og tilgerðar. Matur á umfram allt að vera hreinn og ferskur. Það er sannfæring okkar að með því að neyta matar sem er óunninn og hollur getum við bætt heilsu okkar og komið í veg fyrir eða læknað ýmsa sjúkdóma. Við vonum að boðskapur Happ eldhússins rati til þín.

MATSEÐILL

BMT

1390

Basilpestó, mozzarella og tómatar
Basilpesto, mozzarella and tomatoes

CHICKEN

1490

Kjúklingur, hnetusósa, mangó og kóríander
Chicken, peanutsauce, mango and cilantro

LAMB

1690

Basilpestó, lambakjöt, spínat og sætar kartöflur
Basilpesto, lamb, spinach and sweet potatoes

CLUB

1490

Basilpestó, kjúklingur, avocado og tómatar
Basilpesto, chicken, avocado and tomatoes

STEAK

1690

Gróft brauð, lambakjöt, klettasalat, grilluð paprika, sveppir, karmelíseraður rauðlaukur, mozzarella og béarnaise sósa
Whole wheat bread, lamb, rucola, grilled bell peppers, mushrooms, caramelized onion, mozzarella and béarnaise sauce

„Læknir framtíðarinnar mun ekki vísa á nein lyf heldur vekja áhuga á því að fyrirbyggja sjúkdóma með því að hlúa að líkamanum með réttri fæðu“

-Thomas Edison

Chiafræ fyrir malandi meltingu

Hér nærðu þér í trefjar, prótein og kalk fyrir allan peninginn. Þetta þýðir malandi melting og sterkari vöðvar og bein. Hin yndislegu chia fræ eru líka barmafull af omega 3 fitusýrum sem gefur þér sterkara hjarta.

Pekanhnetur, svo góðar!

Pekanhnetur geyma yfir 20 vítamín og steinefni, vernda hjarta þitt og æðar gegn sjúkdómum og gera meltingunni mikinn greiða með öllum þessum kraftmiklu trefjum. Svo eru þær bara svo yndislega góðar!

Valhnetur fyrir heilsuna

Með andoxunarefnin í aðalhlutverki, efla valhnetur hjarta þitt, æðar og ónæmiskerfi. Þær geta líka skerpt hugsun þína, styrkt taugar og örvað blóðstreymið. Þvílík frammistaða!

Möndlur, fullar af trefjum og góðri fitu

Möndlur draga úr líkum á hjartasjúkdómum með allri þessari góðu fitu. Barmafullar af trefjum sem meltingin elskar og svo gera þær okkur bara almennt fallegri og heilbrigðari, því þær eru moldríkar af andoxunarefnum.

Svo dásamlegar þessar möndlur!

Epli, klappstýrur meltingarvegsins

Epli innihalda andoxunarefni sem hjálpa þér að líta ennþá betur út. Þá eru þau drekkhlaðin trefjum sem láta eins og klappstýrur við meltingarveginn og það getur dregið úr líkum á krabbameini í meltingarvegi. Pektíntrefjarnar í eplinu draga svo niður rostann í slæma kólesterólinu.

Inn með gleðina, út með hyskið !

MEIRA EN MATUR

Happ hefur það að leiðarljósi að stuðla að auknu heilbrigði. Hver og einn getur lagt sína merkingu í orðið heilbrigði en fyrir okkur þýðir það allt sem stuðlar að auknum lífsgæðum, orku og ánægju. Hollur matur úr hreinu hráefni. Alvöru matur, gerður frá grunni í eldhúsi okkar án aukaefna, bragð- og litarefna. Listaverk úr náttúrunni sem gleður augað jafnt sem bragðlaukana. Góðar stundir með góðum vinum. Gleði og hlátrasköll. Hreyfing. Líkamleg áreynsla. Að yfirstíga hindranir. Hugarró og friður. Samkennd og snerting. Ást og kærleikur. Allt þetta er heilbrigði. Allt þetta er Happ.

ÞJÓNUSTA

Fyrirtækjamatur

Starfsmenn sem borða hollan og næringaríkan mat og hreyfa sig reglulega eru afkastameiri í vinnu. Fáðu hollan hádegismat sendan frá okkur.

Veisluþjónusta

Hollur matur getur verið bæði fallegur og spennandi. Við vinnum veislumatseðilinn með þér og sníðum að þínum þörfum.

Safahreinsun

Stundum duga engin vettlingatök og þú þarft á góðri hreinsun að halda. Þú getur náð nýju og betra jafnvægi með því að taka nokkurra daga safakúr. Við mælum með 3-5 dögum í einu.

Matarpakkar

Þegar þú hefur nóg á þinni könnu prófaðu að láta okkur sjá um næringuna þína yfir daginn.

Happ ehf. | Höfðatorgi, 105 Reykjavík | happ@happ.is | sími: 414-3060

Opnunartímar: mán - fös 8-16